Kerfi Naust Marine fyrir fiskvinnslur byggja annars vegar á stjórnun og hins vegar á vöktun. Einnig sinna kerfin rauntímaskráningu á þeim þáttum sem halda þarf utan um vegna úttekta og eftirlits. Öllum kerfum Naust Marine fylgja skjámyndir þar sem teiknuð er upp skilmerkileg mynd af kerfinu, þar sem fram koma lykilgildi fyrir hverja vél og eða einstakan búnað.


Í fiskvinnslu eru gerðar miklar kröfur um rekstraröryggi og eftirlit. Því er mikilvægt að starfsmenn, sem koma að hönnun kerfa, hafi góða þekkingu á þeim kröfum sem gerðar eru og þeim ferlum sem eiga sér stað. Starfsmenn Naust Marine hafa aflað sér slíkrar þekkingar á undanförnum áratugum.