Hússtjórnunarkerfi Naust Marine eru sjálfvirk eftirlits- og viðvörunarkerfi fyrir vatns- og hitaveitur sem jafnframt er hægt að nota til að halda utan um og skipuleggja fyrirbyggjandi viðhald. 

 

Hægt er að útbúa kerfin með tölvuaðgangi í gegnum netið þannig að stjórnendur geti fylgst með ástandi þeirra og jafnvel breytt ákveðnum gildum hvar sem þeir eru staddir.

 

Öllum kerfum Naust Marine fylgja skjámyndir þar sem teiknaðar eru upp skilmerkilegar myndir af kerfinu þar sem fram koma lykilgildi fyrir hverja dælu eða búnað. Kerfin bjóða einnig upp á rauntímaskráningu á lykilgildum sem gerir þér kleift að skoða þau í línuritum eða í töflum aftur í tímann. Slíkt getur reynst gagnlegt við rannsóknir eða greiningu á truflunum og bilunum.