09.október 2020

Vindur og stjórnbúnaður til Chile

Nýverið afhenti Naust Marine nýjan búnað í togarann Unzen í Chile, níu vindur ásamt og ATW togvindustjórnun. Togarinn var smíðaður árið 1982 í skipasmíðastöðinni Naikai í Takuma, Japan. Unzen er 92 m á lengd og tæp 3.000 tonn að heildarþyngd. Hann er í eigu útgerðarfélagsins Emdepes og er annar af tveimur togurum félagsins sem hafa nú verið uppfærðir með nýjum búnaði sem mun auka veiðihæfni þeirra til muna.

Búnaður frá Naust Marine

- ATW Togvindustjórnun
- (2) Togvindur með rafmagns vírastýri
- (1) Netavinda
- (2) Grandaravindur
- (2) Gilsavindur
- (2) Hjálparvindur

Naust Marine mun vinna áfram með eigendum útgerðarinnar að því að uppfæra fleiri skip í flotanum með því að útvega sérsniðinn, hagkvæman, notendavænan og umhverfisvænan búnað.
Naust Marine óskar Unzen og Emdepes til hamingju með nýja búnaðinn!