Laus störf


Rafvirki í þjónustudeild
Vegna aukinna umsvifa leitar Naust Marine eftir öflugum starfsmanni í þjónustudeild fyrirtækisins.  Um er að ræða framtíðarstarf í alþjóðlegu umhverfi og þarf viðkomandi að vera reiðubúinn að ferðast og starfa erlendis á vegum fyrirtækisins, jafnvel með stuttum fyrirvara. 

Rafvirki í þjónustudeild sinnir viðgerðum, viðhaldi og uppsetningu á búnaði.  Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi verkefni ýmist í fjarþjónustu eða um borð í skipum.
Viðkomandi þarf að vera reiðubúinn að kynna sér alla anga fyrirtækisins, frá rafmagnsíhlutum til gírkassa, iðntölva og hraðabreyta.  

Hæfniskröfur:
  • Sveinspróf í rafvirkjun/rafiðnfræði eða vélstjórnarnám
  • Samskipta-, skipulags- og leiðtogahæfileikar
  • Frumkvæði
  • Sveigjanleiki og geta til að vinna undir álagi
  • Gott vald á talaðri og ritaðri íslensku og ensku
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Þjónustulund og jákvætt viðhorf
  • Reynsla á sjó er kostur

Tækni- og þjónustudeild Naust Marine sér um viðhald og endurbætur á vindu- og stjórnbúnaði ásamt því að sinna viðgerðum á búnaði Naust Marine og eða frá öðrum framleiðendum, um borð í skipum eða í gegnum fjartengingu.

Ferilskrá ásamt kynningarbréfi berist á netfangið alda@naust.is fyrir 23. október nk.
Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað.


Naust Marine er alþjóðlegt tæknifyrirtæki í sjávarútvegi sem er leiðandi í hönnun og framleiðslu á rafdrifnum togvindukerfum og stjórnbúnaði.

Höfuðstöðvar Naust Marine eru á Íslandi en fyrirtækið er með útibú á Spáni og í Bandaríkjunum. Alls starfa hjá fyrirtækinu um 33 starfsmenn, þar af um 23 starfsmenn á Íslandi.