Laus störf


Naust Marine er alþjóðlegt tæknifyrirtæki í sjávarútvegi sem er leiðandi í hönnun og framleiðslu á rafdrifnum togvindukerfum og stjórnbúnaði. 

Höfuðstöðvar Naust Marine eru á Íslandi en fyrirtækið er með útibú á Spáni og í Bandaríkjunum.  Alls starfa hjá fyrirtækinu um 30 manns, þar af um 20 starfsmenn á Íslandi.

-----

Starfsmaður í þjónustudeild

Þjónustudeild Naust Marine sér til þess að uppitími skipa og togara með kerfi frá Naust Marine sé í hámarki.  Starfssvið felur í sér fjarþjónustu á kerfum í gegnum síma og internet ásamt villuleit og almennri þjónustu um borð. Starfið er fjölbreytt og krefjandi og þarf viðkomandi að vera reiðubúinn að kynna sér vel alla anga fyrirtækisins, frá rafmagnsíhlutum til gírkassa til iðntölva og hraðabreyta.

Æskilegt er að viðkomandi hafi sterkan rafmagnsbakgrunn og geti framkvæmt víringar og mælingar sem þurfa þykir.


Hæfniskröfur:

 • Sveinspróf í rafvirkjun eða vélstjórnarnám
 • Reynsla á sjó æskileg
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Góð íslensku og enskukunnátta
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Sjálfstæð vinnubrögð og útsjónarsemi

 

-----

Rafvirki í framleiðsludeild Naust Marine

Framleiðsludeild Naust Marine sér um framleiðslu á rafmagns- og stjórnunarbúnaði togvindukerfa sem hannaður er hjá fyrirtækinu, smíði á stjórnskápum, aðaltöflum og fl.

Hæfniskröfur:

 • Sveinspróf í rafvirkjun
 • Góð íslensku og enskukunnátta
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Sjálfstæð vinnubrögð og útsjónarsemi
 • Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. 

Ferilskrá ásamt kynningarbréfi berist á netfangið alda@naust.is fyrir 18. janúar nk.
Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað.


Nánari upplýsingar veitir Alda J. Rögnvaldsdóttir, alda@naust.is