Aukavindur


Naust Marine hannar og framleiðir allan aukavindubúnað sem nauðsynlegur er til fiskveiða. Aukavindubúnaðinn er hægt að tengja við ATW togvindustjórnunarkerfi Naust Marine, sem gerir viðskiptavininum kleift að fylgjast með mótorhraða, mótorhleðslu, hitastigi, viðvörunum og fleira.

Öll stýrikerfi frá Naust Marine hafa þann valmöguleika að hægt er að tengjast þeim og villuleita í gegnum nettengingu skipsins (fjartenging).

Nýtt í stjórnbúnaði:

  • Samkeyrsla fyrir allt að 4 spil í einu (t.d Gilsavindur, Grandaravindur)
  • Spennustýring
  • Fyrirfram forritaðar aðgerðir og fleira

Aukavindur eru meðal annars

  • Gilsavindur og "Gilson Retriever" vindur
  • Poka- og úthalaravindur
  • Bakstroffu- og hjálparvindur
  • Grandara- og netavindur
  • Kapalvindur
  • Flutninga- og kranavindur