Kapalvindur


Kapalvindur hafa það hlutverk að tengja höfuðlínustykkið á trollinu við samskiptanet skipsins, sem sendir ýmsar upplýsingar frá veiðarfærum og upp í brú. Einnig hafa þessar vindur verið notaðar á aðra skynjara, t.d. til hafrannsókna og á troll-myndbandsupptökuvélar.

Naust Marine framleiðir bæði staðlaðar kapalvindur sem og sérsniðnar. Vindurnar geta unnið sem hluti af ATW togvindustjórnun frá Naust Marine eða með togvindustjórnun frá öðrum aðilum og er vindan þá alveg sjálfstæð eining.

Kapalvindur

  • Stöðluð eða sérsniðin hönnun
  • Bakafl endurnýtt eða brennt upp
  • Keðjudrifið vírastýri, hægt að bæta við rafdrifnu vírastýri (ESG)
  • Sjálfstæð stjórnun eða stýrt sem hluti af ATW togvindustjórnun
  • Stýriskaft í brú og á dekki eða með þráðlausri fjarstýringu
  • Segulbremsa á mótor fyrir kyrrstöðu- og neyðarhemlun
  • Bremsur einnig fáanlegar sem loftstýrðar bandbremsur á tromluna