Neta- og grandaravindur gegna mikilvægu hlutverki við mismunandi aðferðir togveiða.
Naust Marine framleiðir sérsniðnar neta- og grandaravindur, stærð og afl fer eftir óskum viðskiptavina. Vindurnar geta verið sem hluti af ATW vindukerfi frá Naust Marine eða sem sjálfstæð eining með kerfum annarra framleiðenda.
Netavindur
- Fyrir allar gerðir togveiðarfæra
- Rúmmál eftir þörfum kaupanda
- Bandbremsur á tromlu eða segulbremsur á rafmótor
- Ýmsir möguleikar í stjórnun vinda, í slökun og hífingu
- Sérsmíðað netavírastýri sem valmöguleiki
Grandaravindur:
- Sérsniðin tog- og hraðastýring
- Sérsniðnir gírkassar
- Koma án rafdrifins vírastýris
- Aukavirkni í stýribúnaði; spennustýring, samkeyrsla vinda