ATW Togvindustjórnun


ATW togvindustjórnunarkerfið byggir á því að halda ávallt jöfnu átaki á báðum togvindum.

 • Kerfið kastar trollinu í fyrirfram ákveðna lengd
 • Kerfið heldur jöfnu átaki í köstun, á togi og í hífingu
 • Á togi heldur kerfið trollinu í hámarks opnun allan tímann

Hámörkun veiðigetu 
á beinu togi

Kerfið heldur jöfnu átaki á togvírum og tryggir þannig hámarks veiðigetu.

01FishingMaximunOpenTrawl.png

circle.png
Veitt í hliðarstraum
Kerfið heldur veiðarfærinu ávallt réttu, jafnvel þegar togað er í hliðarstraum og hliðarhalla.

03FishingCrossCurrent.png

circle.png
Veitt í beygju
Kerfið auðveldar veiði í beygjum og heldur jöfnu átaki á báðum vírum,
trollið fiskar jafnvel þó víramismunur sé mikill

02FishingDuringTurning.png

Kerfið er fáanlegt fyrir þrjár gerðir togskipa

 • Snurvoð
  ATW kerfið nýtist einnig við veiðar með snurvoð þar sem krafa er gerð um hraða í köstun.
  Átak víra og víralengd eru mæld með snúningi og straumtöku mótors.  Slíkir mótorar eru sérstaklega valdir fyrir há-hraða í köstun og hafa mikið tork á lágum snúningi.

 • 2x aðskildar vindur
  Vindurnar vinna saman á sama togkrafti.  Átakið á vírum og víralengd er reiknað af ATW kerfinu. Togvindunum er stjórnað út frá álagi (straumnotkun) og snúningi mótors. Þessar mælingar eru svo notaðar til að halda jöfnu átaki á báðum vírum.  Tvær aðskildar vindur koma sér vel þegar veður er vont og mikið er um stefnubreytingar á togi.

 • Þegar togað er með tveimum trollum og 3 togvindum (stjórnborð, bakborð og miðvinda)
  Þegar togað er samtímis með tveim trollum eða jafnvel þremur trollum þá vinnur kerfið eins og venjulega á stjórn- og bakborði og heldur jöfnu átaki á báðum vírum. Miðvindan / Miðvindurnar geta unnið eftir átaki eða víralengd til að viðhalda völdum mismun á víralengd á milli Miðvindu (vindum) og „útvindum“.  Í skjámynd getur stjórnandi stillt átaksmun og víramun á miðvindum, allt eftir þörfum hverju sinni.


ATW togvindustjórnun

 • Hámarksafli með lágmarks tilkostnaði
  Hönnun kerfisins tekur tillit til afls, hraða og magns sem hámarkar veiðigetu hvers skips.
 • Tvöfalt öryggi
  ATW togvindukerfið veitir þér tvöfalt öryggi með PLC tækni.   Allar sjálfvirkar aðgerðir virka áfram í kerfinu þó að bilun eigi sér stað í PC tölvubúnaði.