Rafdrifinn skrúfubúnaður


Naust Marine býður upp á rafdrifinn skrúfubúnað fyrir bæði stór og smá skip.  Val er um bæði „Diesel electric“ og „Hybrid Electric“ framdrifsbúnað, samkeyrðan eða hliðartengdan og eða „All Electric“ sem eingöngu er drifið áfram af batteríum.   

Meðal viðskiptavina Naust Marine eru rannsóknarskip og skemmtiferðarskip, einnig dráttarbátar, prammar, ferjur, snekkjur og fleiri.

Rafmagnsframdrif eru að verða sífellt vinsælli vegna jákvæðra umhverfisáhrifa ekki síður vegna minni hávaðamengunar og titrings.  Kostnaður hefur farið stöðugt lækkandi samhliða því að tækninni fleygir fram en framfarir rafhlöðubúnaðar hafa verið örar undanfarin ár sem skilar okkur smærri, öflugri og ódýrari rafhlöðubúnaði.


Rafdrifinn skrúfubúnaður

  • Hægt að fá í ýmsum stærðum
  • Mótor valkostir eru: Venjulegir AC mótorar, venjulegir DC mótorar og svo fastseguls-mótorar AC (Permanet Magnet)
  • Með PM mótorum er val um hraða mótors niður í 150 snúninga pr. mínútu eða jafnvel lægri ef óskað er
  • Möguleiki á beintengingu við tromlu, engin þörf á gírkassa sem eykur heildarnýtni í kerfinu
  • Full stjórnun á hraða og afli í gegnum snúningssvið mótora. Engin þörf á skiptiskrúfu
  • Í þeim tilvikum sem vindur eru einnig til staðar þá er hægt að samhæfa kerfin
  • Þegar PM mótor er notaður fyrir vindur er möguleiki á beintengingu við tromlu og engin þörf á gírkassa sem eykur heildarnýtni í kerfinu