Rafdrifið vírastýri (ESG)


Rafdrifna vírastýrið er hannað fyrir bæði rafknúnar vindur og glussavindur. Með smávægilegum aðlögunum má tengja það flestum gerðum og stærðum vinda.

Helsti tilgangur þessarar tækni er að tryggja góða röðun víra, hvort sem um er að ræða stálvíra eða Dynema (Dynex) togtaugar. 

Rafdrifið vírastýri ESG 

  • Hægt að nota á allar gerðir vinda
  • Dregur úr álagi og eykur líftíma togvíra og togtauga
  • Auðvelt að breyta þvermáli vírs með stjórnkerfi í brú
  • Engin þörf á að opna "spooling gearboxes" úti á sjó
  • Sparar ómældan tíma þegar skipt er um vír


Óhentug víraröðun er vandamál sem allir skipstjórnarmenn þekkja. Þetta má rekja til gamalla togvíra, Dynema togtauga eða samskeytinga á togvírum og taugum. Dynema togtaugar geta verið mismunandi að þvermáli og í sumum skipum er togvírum og taugum með mismunandi þvermáli blandað saman. Einnig getur reynst nauðsynlegt að skeyta saman vírum og taugum en það eykur mjög líkurnar á óhentugri röðun.


Rafdrifin vírastýri eru nú þegar í fjölmörgum íslenskum skipum sem og skipum í Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku og Japan. 


bro_esg.jpg

Sækja bækling á ensku pdf