Vélarrúm


Naust Marine hefur til margra ára unnið að þróun sjálfvirkni lausna á þilfarsbúnaði ásamt því að þróa ýmis stuðningskerfi fyrir rafkerfi skipa.  AutoGen er fyrsta kerfið sem þróað var um miðjan níunda áratuginn.

Vélarrúm
Naust Marine býður fjölbreyttar vélarrúms lausnir þar sem hver og ein styður við aðrar lausnir Naust Marine og skapa þannig samlegðaráhrif á heildarlausnir fyrirtækisins.

Auðvelt er að tengja kerfin saman, öll samskipti fara þannig fram í gegnum sameiginlegt net Naust Marine sem hægt er að þjónusta frá landi í gegnum fjartengingu. 


Lausnir:

  • AutoGen aflstjórnunarkerfi
  • CFG - Fast-tíðni breytar
  • AMS viðvörunarkerfi

Heildarlausnir og sérfræðiráðgjöf á eftirfarandi sviðum:

  • Mótorar og rafalar
  • Tíðnibreytar fyrir, blásara, dælur, færibönd og fl.
  • Spennustýringar og aflrofar
  • Hleðslutæki og áriðlar
  • Heildarlausnir fyrir aðaltöflur