AutoGen


AutoGen aflstjórnkerfið frá Naust Marine er sjálfvirkt kerfi sem ætlað er að auka vélarafl skrúfu, draga úr olíunotkun og viðhaldsþörf.

AutoGen kerfið hentar vel sem uppfærslubúnaður í gömul skip, sem hafa of litlar aðalvélar til að hægt sé að nota þær óbreyttar með nýjungum í fiskveiðitækni, svo sem ATW-kerfi Naust Marine.

Í AutoGen kerfinu er sjálfvirkt aflstjórnkerfi sem kemur í veg fyrir yfirálag.   

Með aukabúnaði, getur AutoGen, ef aðalvél skipsins bilar, fært afl af ljósavél í gegnum ásrafal og þannig notað hann sem mótor til að drífa skrúfu skipsins áfram.

Sérstakt AutoGen stjórnborð er notað til að velja á milli stillinga í kerfinu fyrir ásrafal og afldreifingu á rafölum.   Kerfið kemur með skjákerfi sem auðveldar yfirsýn yfir marga rafala.


AutoGen

  • Betri yfirsýn yfir nýtingu afls og dreifingu á milli rafala
  • Sjálfvirkni og rafalavarnir
  • Eldneytissparnaður með því að keyra rafalasett á sem hagkvæmasta máta hverju sinni
  • Eldsneytissparnaður með því að hafa möguleika á að slökkva á einni eða tveimur ljósavélum vegna betri orkustjórnunar
  • Aukið vélarafl þar sem afl er fært frá ásrafal og aðalvél, skilar þannig meira afli til að drífa skrúfu
  • Sterkara rafmagnsnet, sem ræður við breytilegt álag og snöggar breytingar
  • Þjónusta og aðstoð sérfærðinga Naust Marine í gegnum internet tengingu skipsins
  • Vottun að ósk viðskiptavinar hverju sinni
  • Vottun frá DNV, GL eða sambærilegu


AutoGen kerfið er hægt að setja upp með núverandi stjórnbúnaði skips og eða sem heildarlausn í nýbyggingu skips.


bro_autogen.jpg

AutoGen Bæklingur á ensku