Fast-tíðni breytir (CFG)


Fast-tíðni breytir (Constant Frequency Generator – CFG)

Fast-tíðni breytir frá Naust Marine er hentug lausn fyrir skip sem keyra aðalvélar á fljótandi tíðni. Með fast-tíðni breyti er hægt að keyra alla eða hluta af heildarnotkun skipsins á jafnri tíðni þó að aðalvél og ásrafall keyri á fljótandi tíðni.

Notkun:

  • Fast-tíðni breyti er ætlað að jafna spennu og tíðni 400V/50Hz eða 440V/60Hz burt séð frá því á hvaða tíðni og spennu ásrafalinn er að framleiða. Virkar því þannig eins og sjálfstæður rafali drifinn af aðalvél, án þess að breytilegur hraði vélarinnar hafi nokkur áhrif 
  • Hægt að samfasa og samkeyra með öðrum rafölum um borð ef þörf krefur
  • Fast-tíðni breytir getur aflfætt notendur einn eða samfasaður við ljósavél.
    Svo hægt sé að keyra fast-tíðni breyti og hjálparvélar saman þarf AutoGen aflstýrikerfið að vera til staðar

Kostir þess að nota fast-tíðni breyti á fljótandi tíðni

  • Lægri eldsneytiskostnaður þar sem möguleiki er á að hámarka hraða aðalvéla og skrúfuskurð á togi og siglingu
  • Engin þörf á að keyra ljósavél til að fá jafna tíðni á meðan aðalvél er keyrð á fljótandi tíðni
  • Auðvelt að velja eða skipta út rafbúnaði, þar sem engin þörf er á að búnaðurinn ráði við fljótandi tíðni. Sumir notendur þurfa 230V 50Hz og eru þeir aflfæddir með 400/230V aflspenni beint frá 400V skinnum aðaltöflu í stað þess að nota sérstakan 230V rafala knúinn með rafmótor

CFG diagram.png