AMS Viðvörunarkerfi


Viðvörunarkerfi
Viðvörunarkerfi Naust Marine er hannað til að vakta mikilvægan vélbúnað í vélarrými skips svo sem aðalvélar, ljósavélar og eða annan búnað sem þarfnast stöðugrar vöktunar.

Kerfið sendir frá sér viðvaranir sem jafnframt eru skráðar niður, en þannig nýtast gögnin til fyrirbyggjandi viðhalds.  Viðvörunarkerfið er byggt á PLC iðntölvutækni sem les merki frá öllum nemum sem staðsettir eru á vélbúnaði skipsins. Kerfið notar öflugt samskiptanet við úrvinnslu gagna.


AMS viðvörunarkerfið

  • Verðmæt gagnasöfnun og skráning viðvarana (fyrirbyggjandi viðhald)

  • Fjarstýring í klefa, brú og öðrum stöðum 

  • Breytilegur fjöldi viðvarana og samskipti við vélarstýringu aðal- og ljósavéla

  • Símboðunarkerfi fyrir mannlaust vélarrúm, valkostur

  • Auka inntak fyrir nýjar viðvaranir, þegar þörf krefur

  • Fjartenging í boði hjá sérfræðingum Naust Marine í gegnum internet tengingu.

  • Vottun frá DNV, GL eða sambærilegu

AMSskematikTRANSPERANT.png