06.apríl 2021

Havfjord fær sérsniðinn rafmagnsvindubúnað frá Naust Marine

Carl Aamodt & Co. frá Kristiansand í Noregi hefur samið við skipasmíðastöðina Karstensens, í Skagen í Danmörku, um smíði á 36m snurvoðabát, sem hefur fengið nafnið Havfjord. 

Skipsskrokkurinn er smíðaður í Póllandi en lokasmíði fer fram hjá Karstensens.
Skipið verður smíðað samkvæmt stöðlum DNV-GL+1A og verður með 735kW aðalvél
og 3600mm skrúfu.  

Eigandinn Carl Aamodt og samstarfsfélagar hans, James Thores Jr. og Scott Andrew Thores, stunda bæði botnfisks- og uppsjávarveiðar.  

Havfjord verður útbúið með allra nýjustu tækni, þar á meðal eru sérsniðnar rafmagnsvindur
ásamt stjórnun frá Naust Marine.  
Sambærilegur búnaður var afhentur í snurvoðabátana Good Hope og Neeltje 2019/2020.


Búnaður frá Naust Marine sem nú er í smíðum fyrir Havvon  
(3) Togvindur - 130 kW fyrir 1,100 mts af 28 mm vír  
     - ATW togvindustjórnun fyrir snurvoð og togveiðar (með einu og tveimur trollum) 
(2) Snurvoðavindur - 280 kW fyrir 6,600 mts af 50 mm vír 
(4) Tvöfaldar netavindur - 2x 75 kW hver 
(1) Hjálparvinda - 55 kW  
(2) Hjálparvindur - 5.8 kW  
(1) Ankerisvinda fyrir 18mm Q2 keðju  

Naust Marine mun auk þess smíða allan stjórnbúnað fyrir vindurnar með vatnskældum tíðnibreytum og AFE einingum sem skila bakaflinu aftur inn á ásrafal.
Skipið verður keyrt á fljótandi tíðni 400-440V, 50-60 Hz.  Vindunum verður hægt að stjórna bæði frá brú og dekki.  

 
Afhending er áætluð í júlí 2021