09.apríl 2021

Togarinn Igueldo fær nýtt vindukerfi frá Naust Marine

Togarinn Igueldo, sem stundar smokkfiskveiðar við Falklandseyjar var smíðaður árið 1989, er 83m að lengd og 14m að breidd.

Eigandinn, Igueldo Fisheries – Stanley, skipti út aðalvél skipsins á síðasta ári en unnið hefur verið að umfangsmiklum endurbótum á skipinu.  Ein mesta breytingin felst svo í því að setja upp nýjar vindur og stjórnbúnað frá Naust Marine. Búnaðurinn er nú í smíðum og uppsetning er áætluð næstkomandi haust.

Nýja vindukerfið inniheldur eftirfarandi búnað:
(2) 62 tonna Togvindur + ATW Togvindustjórnun 
(4) 30 tonna Grandaravindur  
(2) 35 tonna Gilsavindur 
(2) 22 tonna Pokavindur 
(2) 18 tonna Hjálparvindur 
(2) 5 tonna Koppavindur 
(1) Vatnskælikerfi fyrir togvindumótora
- Auk nauðsynlegs stjórnbúnaðar.

Að endurbótum loknum mun veiðigeta skipsins aukast til muna.