Iðnstýribúnaður


Starfsmenn Iðnstýrideildar Naust Marine eru sérhæfðir í sjálfvirknilausnum fyrir iðnfyrirtæki. Þeir hafa áratuga reynslu í hönnun og viðhaldi á stjórn- og vaktkerfum fyrir veitur, frystihús, matvælakerfi, skip og olíufélög.


Í stjórn- og vaktkerfum Naust Marine er notast við skjámyndakerfi sem birtir upplýsingar og viðvaranir á grafískan máta.  Þar er hægt að breyta stilligildum fyrir kerfin á einfaldan hátt.

Kerfin eru sérsniðin og veita viðskiptavininum góða yfirsýn yfir búnað hans.

  • Þægileg stjórnun á öllum vélum og vinnuferlum á einum stað
  • Örugg vöktun
  • Rekstraröryggi