Um okkur
Naust Marine er alþjóðlegt tæknifyrirtæki í sjávarútvegi með höfuðstöðvar á Íslandi. Fyrirtækið hóf starfsemi sína árið 1993 og var þá aðallega í þróun og framleiðslu á stjórnbúnaði fyrir togvindur. Í seinni tíð hóf fyrirtækið að hanna og smíða vindur og annan þilfarsbúnað undir merkjum Naust Marine. Búnaður frá Naust Marine er um borð í allt að 200 skipum víðsvegar um heiminn.
ATW togvindustjórnun (Automatic Trawl Winch control) hefur verið í þróun nokkurra stofnenda Naust Marine frá árinu 1979 en fyrsta ATW kerfið fór um borð í Ottó N. Þorláksson árið 1981. ATW kerfið er nú um borð í 150 skipum en ekkert annað fyrirtæki í heiminum hefur framleitt stjórnbúnað fyrir rafdrifnar vindur í jafn mörg skip og Naust Marine.
Vinduframleiðsla
Naust Marine hefur til margra ára framleitt vindur undir nafni fyrirtækisins en framleiðslan fer fram í Vigo, á Spáni.
Annar þilfarsbúnaður
Aðrar lausnir frá Naust Marine eru meðal annars rafdrifið vírastýri og AutoGen aflstjórnkerfi. Þá veitir Naust Marine ráðgjöf og þjónustu varðandi stjórnun vindukerfa og hönnun þeirra. Fyrirtækið hefur einnig milligöngu um sölu á varahlutum.
SAMVINNA - METNAÐUR - TRAUST
Stjórn Naust Marine:
Magnús V. Snædal, stjórnarformaður - Sigríður Sigurðardóttir, stjórnarmaður - Bergsteinn Hjörleifsson, stjórnarmaður.
Gæðastefna
Gæðastefna Naust Marine skal tryggja að unnið sé í samræmi við lög og reglugerðir sem fyrirtækinu er gert að starfa samkvæmt.
Gæðastefna Naust Marine skal tryggja að fyrirtækið hanni og framleiði hágæða vörur á hagkvæman hátt og standi jafnframt við umsaminn afhendingartíma til viðskiptavina sinna. Rík áhersla er lögð á prófanir og að stöðug framþróun eigi sér stað samhliða örri tækniþróun. Gæðastefnan skal einnig tryggja að Naust Marine veiti framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina sinna.