Naust Marine hefur á undanförnum árum unnið náið með stóru olíufélögunum að þróun sérhæfðra kerfa fyrir olíuiðnaðinn. Sérfræðingar Naust Marine hafa því aflað sér mikillar þekkingar á meðhöndlun þeirrar viðkvæmu vöru sem eldsneyti er. 

 

Tankamælingarkerfi Naust Marine er búið rauntímaskráningu og hægt er að skoða magn og ástand tanka hvar sem er með tölvuaðgangi.