Þróunarverkefni


Innan Naust Marine er starfrækt rannsóknar- og þróunardeild sem er mikilvægur þáttur í starfsemi fyrirtækisins. Í deildinni hafa verið unnin margvísleg rannsóknar- og þróunarverkefni sem hlotið hafa innlenda sem og erlenda styrki. Verkefnin hafa ýmist verið unnin eingöngu innan Naust Marine eða í samstarfi við önnur fyrirtæki.

Hjá Naust Marine er lögð áhersla á öfluga nýsköpun í rafiðnaði fyrir sjávarútveg og annars konar iðnstýribúnað.

Hér að neðan má sjá nokkur þeirra verkefna sem þróunardeild Naust Marine vinnur að sem stendur.
Smart Trawling 

Smart Trawling er þróunarverkefni sem Naust Marine hefur unnið að síðan 2015. Verkefnið felst í því að hanna og þróa stjórn- og vindukerfi, byggt á gervigreind. Kerfið er hannað fyrir alla togara óháð því hvort þeir notist við rafmagns- eða olíumótora.

Smart Trawling verkefnið fékk nýlega styrk til hagkvæmnirannsóknar frá Horizon 2020, rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB.

EU and Horizon 2020 logos


Bestun veiðiferða - Optigear
Optigear er þróunarverkefni sem Naust Marine og Trackwell vinna að í samstarfi við Hafrannsóknastofnun Íslands, Loðnuvinnsluna og Háskóla Íslands.
Með Optigear verður mögulegt að auka hagkvæmni við togveiðar með bættu aðgengi upplýsinga um rauntímastöðu og greiningu sögulegra gagna frá togveiðibúnaði, ytri aðstæðum og beitingu skips.

Kerfið safnar saman upplýsingum frá togvindukerfi og veiðarfæranemum og tengir við skráðar upplýsingar úr afladagbók, frá umhverfisskynjurum og orkunotkun. Þannig fá skipstjórnendur greinargott yfirlit um notkun togvindubúnaðar og veiðarfæra og gott aðgengi að upplýsingum um fyrri veiðiferðir.
Í kerfinu verða greiningartól sem draga saman upplýsingar úr mismunandi þáttum og birta helstu þætti og frávik.
rannis_styrkjamynd.jpgHybrid línubátur
Naust Marine kemur að hönnun fyrsta hybrid- eða tvinn-línuveiðibátnum á Íslandi í samstarfi við Navis og Íslenska Sjávarklasans/Green Marine Technology. Þróunarverkefnið felst í því að hanna 15 metra línubát sem gengur fyrir bæði rafgeymum og rafmótor eða díselvél og síðar jafnvel rafmagni eða metanóli en þá væri hægt að gera bátinn alfarið út með íslenskri orku.

Samkvæmt frumrannsókn bendir allt til þess að hægt væri að spara allt að 30% af eldsneytiskostnaði miðað við díselolíu og þannig minnka einnig kolefnisfótsporið umtalsvert. Ef metanól væri notað myndi kolefnisfótsporið minnka enn meira.

Með hybrid-tækninni er mögulegt að slökkva á díselmótornum þegar á miðin er komið og nota hljóðlausan og mengunarlausan rafmótor á meðan á veiðum stendur. Í samræmi við aðstæður hverju sinni væri ýmist hægt að nota rafmagn eða dísel til þess að komast aftur í land.

Verkefnið hefur hlotið styrk frá Rannís.


rannis_styrkjamynd.jpg

Poseidon
Fyrirtækið Polar doors hefur unnið að þróun á fjarstýranlegum toghlerum síðan 2012. Nú styttist óðum í að sú þróun skili af sér fullbúinni vöru og að framleiðsla geti hafist. Naust Marine kom að þróun á stjórnbúnaði hleranna.