21.nóvember 2016

Nýsmíðar í Kína

Páli Pálssyni og Breka VE var hleypt af stokkunum þann 18. apríl. Skipin eru smíðuð í Skipasmíðastöðinni Huanghai í Roncheng í Kína fyrir Hraðfrystihúsið Gunnvör á Ísafirði og Vinnslustöðina hf. í Vestmannaeyjum.
Búið er að grunna skrokkana fyrir sjósetningu en þeir verða svo málaðir fljótlega. Stefnt er á að skipin sigli heim í byrjun sumars.
Um borð í þessum glæsilegu skipum er að sjálfsögðu ATW Togvindustjórnun sem og stjórnun á allar aðrar vindur um borð. Allar vindur um borð eru einnig frá Naust Marine.