Akurey AK var hleypt af stokkunum í lok september. Skipið er byggt í skipasmíðastöðinni Çeliktrans í Tyrklandi fyrir HB Granda hf. og er annað skipið í röð þriggja sem verið er að byggja á sama stað fyrir sama fyrirtæki.
Skrokkurinn hefur fallegar og lögulegar línur eins og systraskipin tvö. Við hjá Naust Marine hlökkum til að fá þessi fallegu skip heim til Íslands.
Um borð í Akurey AK er að sjálfsögðu ATW Togvindustjórnun sem og stjórnun á allar aðrar vindur um borð. Allar vindur um borð eru einnig frá Naust Marine.