11.október 2018

Ný vindukerfi í American Dynasty

Naust Marine er um þessar mundir að afhenda vindukerfi til American Seafoods, eins stærsta sjávarútvegsfyrirtækis Bandaríkjanna.  Fyrirtækið stundar veiðar á Alaskaufsa með 5 stórum frystitogurum frá Dutch Harbour.

Kerfin fara um borð í togarann American Dynasty í lok mánaðar.

Um er að ræða

- ATW togvindustjórnun til stjórnunar á búnaði sem var fyrir frá Naust Marine
- 2x netavindur - 220 kW - Allt að 50 tonn 
- 2x Gilsavindur - 160 kW - Allt að 50 tonn
- 2x Pokavindur - 75 kW - Allt að 25 tonn
- 1x Úthalaravinda - 45 kW
- Aðrar vindur,  2x Koppavindur (Capstan), 2x Streðaravinda, 2x Hjálparvindur
- Ásamt stjórnbúnaði fyrir kapalvindur sem voru til fyrir


Allur stjórnbúnaður er hannaður á Íslandi en vindubúnaðurinn er hannaður og framleiddur hjá dótturfélagi Naust Marine á Spáni.

Naust Marine hefur áður framleitt vindukerfi í frystitogara sem gera út frá Dutch Harbour í Alaska en þau eru nú um 8 talsins.