29.nóvember 2018

Framleiðslan á Spáni gengur vel

Fyrstu vindurnar sem framleiddar voru hjá Naust Marine á Spáni litu dagsins ljós í október sl., síðan þá hefur framleiðslan verið í fullum gangi.   

Kapalvinda ásamt stjórnbúnaði er nýjasta verkefnið en vindan var framleidd fyrir US Seafood nýlega.

Kapalvinda - Tæknilegar upplýsingar

Stærð: 30kW
1.7 T
Vindan tekur 2500 metra af 11 mm kapli

Naust Marine framleiðir bæði staðlaðar kapalvindur sem og sérsniðnar.  Vindurnar geta unnið sem hluti af ATW togvindustjórnun frá Naust Marine og eða með togvindustjórnun frá öðrum aðilum og er vindan þá alveg sjálfstæð.