13.desember 2018

Ný togvinda og stjórnbúnaður til Karelia II

Ný togvinda og stjórnbúnaður fyrir Karelia II var afhentur nýlega en skipið er nú í uppfærslu í Fiskestrand Verft í Noregi.

Togvindan er 355kW með vatnskældum AC mótor sem tekur 45 tonn @45m á mínútu

Búnaður frá Naust Marine:
1x Togvinda
2x Ísgálgar
Autogen aflstjórnkerfi
Stjórnbúnaður

Togvindan verður notuð sem Miðvinda í tveggja trolla kerfi, þar sem vindan vinnur samhliða núverandi glussavindum.


Naust Marine afhenti einnig Ísgálga sem notaðir eru til að taka togvíra niður í skutrennuna við veiðar í þéttum rekís.

AutoGen aflstjórnkerfið frá Naust Marine er sjálfvirkt kerfi sem ætlað er að auka vélarafl skrúfu, draga úr olíunotkun og viðhaldsþörf.  AutoGen kerfið hentar vel sem uppfærslubúnaður í gömul skip, sem hafa of litlar aðalvélar til að hægt sé að nota þær óbreyttar með nýjungum í fiskveiðitækni, svo sem ATW-kerfi Naust Marine. 
Í AutoGen kerfinu er sjálfvirkt aflstjórnkerfi sem kemur í veg fyrir yfirálag.