Naust Marine hefur gengið frá samningi um framleiðslu vindubúnaðar fyrir sex nýja rússneska togara. Um er að ræða langstærsta verkefni Naust Marine fram til þessa en samningurinn hljóðar upp á um tvo milljarða króna.
Þegar er byrjað að smíða skipin en reiknað er með að 41 vinda verði í hverju skipi.
Gert er ráð fyrir að afhenda búnaðinn í júlí 2019. Það er því óhætt að segja að það eru spennandi tímar framundan hjá Naust Marine.
Í samningnum er einnig ákvæði um að mögulega verði óskað eftir búnaði í fjögur skip til viðbótar.
Um samninginn var fjallað í Morgunblaðinu / 200 mílum, í ítarlegu viðtali við Bjarna Þór Gunnlaugsson, framkvæmdastjóra Naust Marine.
Sjá viðtal (pdf)