29.apríl 2019

Snurvoða vindur og stjórnbúnaður fyrir Good Hope

Naust Marine afhenti nýlega snurvoða vindur og stjórnbúnað fyrir hollenska skipið Good Hope. Good Hope er annað skipið í hollenska skipaflotanum sem skiptir úr glussavindum yfir í rafdrifin vindukerfi.

Skipið er í smíðum í spænsku skipasmíðastöðinni Nodosa Shipyard sem staðsett er á Norður Spáni. Búnaðurinn sem fer um borð í næsta mánuði, var prófaður í húsakynnum Naust Marine á Spáni í sérhönnuðum prófunarpalli  en þar er hægt að prófa vindur með allt að 100 tonna átaki, ásamt viðeigandi stjórnbúnaði.  Átak, bremsur, hraði og önnur virkni vindanna voru meðal annars prófaðar með góðum árangri. 

Búnaðurinn frá Naust Marine
- 2x snurvoða vindur
- 2x netavindur
- 1x miðvinda
- 2x auka vindur
- Rafmagnsskápar með vatnskældum drifum fyrir snurðvoða vindurnar
- ATW togvindustjórnun  

Það er ánægjulegt fyrir Naust Marine að vera þátttakandi í þessum breytingum hjá hollenska skipaflotanum en í febrúar sl. afhenti Naust Marine samskonar búnað í hollenska skipið Neeltje sem er í eigu hollensku útgerðarinnar Osprey Group.