01.júlí 2019

Naust Marine framleiðir koppavindur fyrir lengsta skip í heimi!

Koppavindur frá Naust Marine

Nýlega afhenti Naust Marine fjórar 20kW koppavindur sem framleiddar voru fyrir lengsta skip í heimi sem ekki er sjálfknúið, Havfarmen.  Skipið er í eigu Techano AS í Noregi sem er hluti af Dutch Van Aalst Group.

Koppavindurnar geta híft 5 tonn, 20m/mín en þeim fylgir stjórnblokk og fótpedall til stjórnunar.

Havfarmen verður 430 m langt, um er að ræða tvíbytnu (tveggja skrokka skip) sem gerir það að stærsta fiskeldisskipi í heimi.

Havfarmen er annað tveggja fyrirhugaðra fiskeldisskipa sem bæði verða í rekstri og eigu norska fiskeldisfélagsins Nordlaks.
Áætlað er að Havfarmen geti tekið um 10.000 tonn af laxi í einu en þar mun búnaður Naust Marine koma að góðum notum þar sem koppavindurnar eru sérstaklega hannaðar til þess að takast á við mikið álag sem er mikilvægur þáttur í því að hámarka framleiðslugetu.