20.nóvember 2019

Naust Marine fær viðurkenningu frá Seattle Award Program

Naust Marine USA hlaut á dögunum viðurkenningu Seattle Award Program 2019 í flokki framleiðslufyrirtækja.

Á hverju ári veitir Seattle Award Program þeim fyrirtækjum viðurkenningu sem þykja hafa náð framúrskarandi markaðsárangri í sínu nærsamfélagi og viðskiptaumhverfi.

Fyrirtækin eiga það sameiginlegt að vera staðsett í Seattle og ýta undir jákvæða ímynd smáfyrirtækja með þjónustu sinni við viðskiptavini og samfélagið.