13.janúar 2020

Good Hope afhentur með viðhöfn

Good Hope var sjósettur og afhentur með viðhöfn 9. Janúar sl.

Good Hope er 28,62 metra langur og er hannaður og útbúinn sérstaklega til veiða í Norðursjó með snurvoð og einnig til að draga tvö troll.  Good Hope var smíðaður í Skipasmíðastöðinni í Nodosa Shipyard, en um er að ræða fimmta bát hollensku útgerðarinnar Osprey Fish Group.

Rafdrifnar Snurðvoðu vindur og stjórnbúnaður frá Naust Marine er um borð í bátnum, ásamt miðvindu sem notuð er til að draga tvö troll, en áður hefur Naust Marine afhent samskonar búnað fyrir Neeltje sem er í eigu sömu aðila.

Það er ánægjulegt fyrir Naust Marine að vera þátttakandi í þessum breytingum hjá hollenska skipaflotanum og óskum við eigendum og áhöfn skipsins til hamingju með búnaðinn. 





Búnaður frá Naust Marine

(2) Rafdrifnar snurðvoða vindur 
- 4,400 metra / 44mm togi
- Afkastageta: 21.7 tonn / 18 snúningar á tromlu / 140 snúningar í köstun

(1) Miðvinda
- Afkastageta: 15.3 tonn / 35 snúningar / 71 snúningar í köstun

(2) Netavindur 
- Tromlur taka 11 m3
- Afkastageta: 13 tonn / 25 snúningar á tromlu / 65 snúningar í köstun

(2) Aukavindur 
- Afkastageta: 12.8 tonn

Rafmagnsskápar með vatnskældum drifum og innbyggðu kælikerfi.

ATW Togvindustjórnun 

Öllum vindum er stjórnað frá brú og einnig er stjórnpóstur við hverja vindu. 

Öll stjórnkerfi frá Naust Marine hafa þann valmöguleika að hægt er að tengjast þeim frá tæknimönnum Naust Marine bæði til villuleitar og leiðbeiningar í gegnum nettengingu skipsins (fjartenging).