Naust Marine afhenti nýverið fjórðu togvinduna í togarann Remøy sem er í eigu norska fyrirtækisins REMØY HAVFISKE AS frá Fosnavaag.
Remøy hefur verið við rækju- og þorskveiðar í Barentshafi en eigandi skipsins vildi auka afkastagetu þess með því að setja upp fjórðu vinduna og geta þar með veitt með þremur trollum.
Búnaður frá Naust Marine
- Togvinda með 360 kW AC vatnskældum mótor, hámarksátak 69,4 tonn,
hámarkshraði í köstun 138,8 m/mín.
Vindan, eins og vindurnar sem fyrir voru, taka 3.000 metra af 34 mm vír.
- Tíðnibreytir og stjórnbúnaður fyrir vinduna
- Kælikerfi fyrir vatnskæld tíðnidrif
- ATW stjórnbúnaður fyrir 3 troll
- Stjórnbúnaður í brú
Prófun á kerfinu tókst vel en ATW kerfið var prófað samhliða vindunum með góðum árangri. Gangsetning kerfisins fór fram í lok síðasta árs.