14.apríl 2020

Rafdrifnar vindur og stjórnun til Norway Royal Salmon

Naust Marine hefur í samstarfi við verkfræðifyrirtækið Techano AS afhent rafdrifnar vindur og stjórnun til Artic Offshore Fish Farming verkefnisins, fiskeldis sem fyrirhugað er við strendur Tromsø í Noregi.  Verkefnið er unnið fyrir Norway Royal Salmon en um er að ræða fiskeldiskvíar sem eru hálf sökkvanlegar, þær fyrstu sinnar tegundar.

Kvíarnar eru sérstaklega hannaðar til laxeldis á rúmsjó og hafa burði til að geyma allt að 3000 tonn af laxi í einu ásamt því að þola allt að 15 metra ölduhæð.  

Búnaður frá Naust Marine og Techano

(16) Rafdrifnar aukavindur
       með einföldum og tvöföldum tromlum, úr ryðfríu stáli ásamt fjar- og landstýringu
(4)   Koppavindur 
(8)   Ankeris keðjutjakkar og keðjulæsingar
Búnaðurinn var hannaður af Techano og framleiddur og prófaður af Naust Marine með góðum árangri.  Naust Marine sá einnig um stjórnkerfi fyrir búnaðinn, en honum er stjórnað með sérhannaðri þráðlausri fjarstýringu með snertiskjá.

Búnaðurinn verður notaður til að stýra staðsetningu netsins í kvínni sem geymir laxinn, og vernda um leið net og fisk í óveðri.  Efsta neti kvíarinnar er haldið á 10 metra dýpi en það minnkar líkurnar á því að sníkjudýr skemmi laxinn.