Akurey AK, sem byggt var árið 2017, liggur nú við Hafnarfjarðarhöfn þar sem verið er að gera breytingar á skipinu. Um borð í Akurey eru allar vindur og vindustjórnun frá Naust Marine, þar á meðal ATW togvindustjórnun.
Þessa stundina er verið að setja niður enn meiri búnað frá Naust Marine, en um er ræða þriðju togvinduna (mið), tvær grandaravindur og stjórnbúnað.
Mið togvindan gerir það að verkum að hægt verður að draga tvö troll samtímis, auka þannig veiðihæfni skipsins og bæta hagkvæmni við veiðar.
Naust Marine óskar eigendum og áhöfn til hamingju með breytinguna.