16.desember 2020

Naust Marine hannar og framleiðir krana í samstarfi við Techano

Naust Marine, í samstarfi við norska framleiðandann Techano, hefur hafið hönnun og framleiðslu á krönum í sex frystitogara sem smíðaðir eru fyrir rússneska útgerðarfélagið Norebo.

Samningurinn hljóðar upp á átján krana eða þrjá um borð í hvert skip. Kranarnir í fyrsta skipið, Kapitan Sokolov, eru nú tilbúnir til afhendingar. Kranarnir eru smíðaðir í mestu mögulegu gæðum og hannaðir til að mæta ýtrustu kröfum um skilvirkni,  oft í mjög erfiðum aðstæðum.   

Áætlað er að kranar í Kapitan Geller, sem er skip númer tvö, verði afhentir í byrjun næsta árs.