Frystitogarinn Örfirisey RE-4 var smíðaður í Noregi árið 1988 og er 64.55m að lengd. Skipið hefur verið við veiðar á grálúðu, karfa, þorski, ýsu og ýmsum öðrum tegundum við Íslandsmið.
Örfirisey fékk þriðju vinduna afhenta fyrir 12 árum og hefur veitt með tveimur trollum síðan en ekki haft möguleikann á því hingað til að hafa þriðja trollið til taks á dekki þar sem aðeins fjórar grandaravindur voru um borð.
Nýi búnaðurinn, sem nú hefur verið afhentur, gerir skipinu kleift
að vera með þrjú troll klár á dekki í stað tveggja áður.
- 2x Grandaravindur ásamt stjórnun bæði í brú og á dekki
- 1x Pokavinda
Viðey RE-50 hefur einnig fengið nýjan búnað frá Naust Marine en um er að ræða nýjar, stærri tromlur fyrir gilsavindur. Vindurnar rúma 3,2 m3 sem gerir það mögulegt að spóla neti á tromlurnar. Þær halda sama mótor og gírhlutfalli en aðeins tromlunum er skipt út.
Viðey RE-50 var smíðaður í Tyrklandi árið 2017 og er aðallega við veiðar á karfa, ufsa og þorski.
Nýju vindurnar eru smíðaðar og prófaðar hjá Naust Marine á Spáni og öll stjórnunin framleidd og prófuð hjá Naust Marine í Hafnarfirði.
Naust Marine óskar Örfirisey og Viðey til hamingju með nýjan búnað.