09.mars 2021

AutoGen aflstjórnunarkerfi frá Naust Marine eykur hagkvæmni í rekstri fiskiskipa.

AutoGen aflstjórnunarkerfi Naust Marine er meðal annars hannað til þess að auka vélarafl út á skrúfu, minnka olíunotkun, lækka viðhaldskostnað og koma í veg fyrir of mikið álag á rafala og vélbúnað. 

Búnaðurinn nýtur aukinna vinsælda meðal útgerðarmanna þar sem hann er áreiðanlegur og vottaður samkvæmt stöðlum flokkunarfélaga.

Nýlega fjárfestu Mintai DV LLC og Tralflot JSC í Rússlandi í AutoGen aflstjórnunarkerfum fyrir tvö af sínum skipum, þetta eru systurskipin Kai Yu og Petr I, 105 m togarar sen smíðaðir eru á Spáni.
Þessi kerfi eru fyrir þrjá rafala í hvoru skipi, einn ásrafal og tvær ljósavélar.

Á næstunni verða bæði kerfin sett niður og þeim startað upp í Busan, S-Kóreu.

Í viðmóti kerfisins hefur notandi yfirsýn yfir kerfið og tengingu við rafala þar sem hægt er að stýra álagsdreifingu þeirra.  Auðveldlega er hægt að veita þjónustu og viðhald á kerfinu í gegnum fjartengingu.