Naust Marine vinnur þessa dagana að hönnun og smíði á heildarvindukerfi í rússneska skuttogarann Viktor Gavrilov.
Skipið er stærsta fiskiskip sem smíðað hefur verið í Rússlandi sl. 30 ár eða 121m á lengd
og 21m að breidd. Í skipinu verða meðal annars 50 vindur og ATW togvindustjórnun frá Naust Marine.
Nýlega var hluti kerfisins afhentur en um er að ræða ankeris- og fastsetningarvindur, keðjustopparar, koppavindur og skuthlið.
Skipið er hannað af Wärtsilä og er smíðað í Yantar skipasmíðastöðinni Kalíníngrad.