11.nóvember 2021

Naust Marine fær ISO 9001 vottun

Undanfarið ár hefur verið unnið að innleiðingu gæðastjórnunarkerfis hjá Naust Marine. 

Gæðastefna Naust Marine skal tryggja að fyrirtækið hanni og framleiði hágæða vörur á hagkvæman hátt og standi jafnframt við umsaminn afhendingartíma til viðskiptavina sinna. Rík áhersla er lögð á prófanir og að stöðug framþróun eigi sér stað samhliða örri tækniþróun. Gæðastefnan skal einnig tryggja að Naust Marine veiti framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina sinna.  
 
Úttekt á Naust Marine á Íslandi lauk í mars sl. og nýverið lauk vottunarferlinu á Spáni þar sem framleiðsla á vindum fer fram. 
Það er mikið fagnaðarefni að gæðakerfi fyrirtækisins hafi uppfyllt allar kröfur alþjóðlega gæðastaðalsins ISO 9001. 
 
„ISO 9001 vottunin er uppskera samstilltrar vinnu starfsmanna Naust Marine og mjög mikilvæg starfseminni í heild“ sagði Bjarni Þór Gunnlaugsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins. 



Naust Marine ehf. var stofnað árið 1993 með það að markmiði að þróa og markaðssetja búnað fyrir sjávarútveg og annan iðnað. Aðalverkefni fyrirtækisins hefur verið þróun og framleiðsla á stjórnbúnaði sem og hönnun og smíði á öllum helstu vindum fyrir fiskiskip.