Naust Marine hefur opnað starfsstöð að Suðurgötu 12 á Ísafirði í Vestrahúsinu sem staðsett er við höfnina. Starfsstöðin er í samfélagi við ýmis önnur fyrirtæki og stofnanir.
Með opnuninni hyggst Naust Marine auka þjónustustig við viðskiptavini sína á landsvísu.
Sigurður Freyr Kristinsson er í forsvari fyrir fyrirtækið á Ísafirði.
Naust Marine er alþjóðlegt tæknifyrirtæki í sjávarútvegi sem er leiðandi í hönnun og framleiðslu
á rafdrifnum togvindukerfum og stjórnbúnaði.
Höfuðstöðvar Naust Marine eru á Íslandi en fyrirtækið er með útibú á Spáni, Bandaríkjunum og í Rússlandi.
Alls starfa hjá fyrirtækinu um 35 starfsmenn, þar af um 22 starfsmenn á Íslandi.