Naust Marine gerði nýlega samning um að hanna heildarlausnir í vindum og stjórnbúnaði fyrir nýjan rækjutogara sem nú er í smíðum.
Togarinn er í eigu Sanford ltd. á Nýja Sjálandi og verður smíðaður hjá Damen Maaskant skipasmíðastöðinni. Áætluð afhending búnaðar er snemma árs 2024.
Við hönnun skips og búnaðar er áhersla lögð á nýsköpun, sjálfbærni og hagkvæmni í rekstri.