02.febrúar 2023

Argeo Searcher fær nýjar vindur og stjórnbúnað frá Naust Marine

Naust Marine er þessa dagana að afhenda hjálparvindur og stjórnbúnað sem fer um borð í norska rannsóknar- og þjónustuskipið Argeo Searcher.

Skipið sem áður gekk undir nafninu Ocean Pearl, er 108,6m á lengd og 18m á breidd.

Argeo Searcher er útbúið þyrlupalli, tekur allt að 65 farþega og hefur úthald í allt að 200 daga.




Búnaður frá Naust Marine 

  • 1x Hjálparvinda (1 tonn)
  • 4x Hjálparvindur (3 tonn)
  • 5x Staðbundin stjórnun með hverri vindu
  • 2x Fjarstýringar
  • Rafmagnsskápar, drif, bremsuviðnám

Búnaðurinn verður settur um borð í Argeo Searcher í Las Palmas á næstu dögum.
Naust Marine er stolt af því að vera þátttakandi í þessu áhugaverða verkefni en markmið Argeo Searcher er að stuðla að framþróun í hafrannsóknum.