08.febrúar 2023

Vindur og stjórnbúnaður frá Naust Marine í nýtt íslenskt rannsóknarskip

Nýtt rannsóknarskip fyrir Hafrannsóknarstofnun Íslands er nú í smíðum hjá ARMON skipasmíðastöðinni í Vigo á Spáni og áætlað er að það komi til landsins síðla árs 2023.

Nýja skipið, sem hannað er af íslenska skipahönnunarfyrirtækinu Skipasýn , verður 70m að lengd og útbúið allra nýjustu tækni.  Skipið mun leysa af hólmi rannsóknarskipið Bjarna Sæmundssonar RE, sem nú er yfir 50 ára gamalt. 

Við hönnun skipsins hefur verið lögð áhersla á að spara orku og draga úr umhverfisáhrifum og notkun jarðefnaeldsneytis.


Naust Marine hefur í yfir 30 ár einblínt á umhverfisvænar lausnir sem stuðla að því að draga úr eldsneytisnotkun, lágmarka hávaða og titring sem leiðir til betri skilvirkni. 
Það er því mikill heiður fyrir Naust Marine að taka þátt í þessu verkefni en allar vindur og annar þilfarsbúnaður er rafdrifinn.
 

Meðal búnaðar sem fer um borð í nýtt rannsóknarskip

  • Togvindur
  • Gilsa- og grandaravindur
  • Rannsóknarvindur
  • Netavindur
  • Ankerisvindur ásamt öðrum hjálparvindum  
  • Kranar, gálgar og blakkir ásamt stjórnbúnaði