23.maí 2023

Nýtt uppsjávarskip fær búnað frá Naust Marine

Naust Marine hefur gert samning við tyrknesku skipasmíðastöðina Tersan um smíði á 23 vindum með ATW Togvindustjórnun og öðrum þilfarsbúnaði í nýtt uppsjávarskip sem er í eigu Parlevliet & Van der Plas í Hollandi.

Skipið, sem hannað er af norska fyrirtækinu Skipsteknisk AS, er 111.5m að lengd og 21.20m að breidd,
mun leysa af hólmi KW 174 Annelies Ilena og stunda veiðar á síld, sardínum, makríl, hrossmakríl og kolmuna.   

Áætluð afhending nýja skipsins er í nóvember 2024.Búnaður frá Naust Marine
ATW Togvindustjórnun
3x Togvindur
4x Netavindur
2x Kapalvindur
10x Hjálparvindur 30/6 Ton
1x Ankerisvinda
2x Keðjustopparar
3x landfestavindur
ásamt öðrum þilfarsbúnaði