19.september 2023

Willem van der Zwan bætir við sig búnaði frá Naust Marine

Frá árinu 2009 hefur hollenski frystitogarinn, Willem van der Zwan, notað búnað frá Naust Marine með góðum árangri en skipið er aðallega á uppsjávarveiðum.
Frystitogarinn, sem er 142m langur og 18m á breidd, leggur mikið upp úr hagkvæmni fiskveiða og horfir til umhverfisvænna lausna í sínum búnaði. Nýrri gilsavindu hefur nú verið bætt við búnaðinn sem fyrir er um borð.  Gilsavindan er tengd streðaravindum og gegnir þeim tilgangi að draga inn og halda stöðugri strekkingu á toglínunni.    

Vindan er með 100 Kw Riðstraumsmótor AC, 1500 snúninga á mínútu í flokki IP56. Með vindunni er einnig stjórnskápur, brúarstjórnun ásamt staðbundinni stjórnun á þilfari.