20.október 2023

Ankeris- og landfestavindur fyrir nýtt uppsjávarskip

Fyrr á þessu ári gerði skipasmíðastöðin Tersan í Tyrklandi samning við Naust Marine um smíði á 23 vindum, með ATW Togvindustjórnun ásamt öðrum þilfarsbúnaði í nýtt uppsjávarskip sem nú er í smíðum.

Skipið er í eigu Parlevliet & Van der Plas, hannað af norska fyrirtækinu Skipsteknisk AS og kemur til með að leysa KW 174 Annelies Ilena af hólmi.

Framleiðsla búnaðar hefur gengið vel en búið er að afhenda alla rafmagnsskápa, keðjustoppara og ankeris- og landfestavindur.
Naust Marine mun á næstu mánuðum ljúka framleiðslu á öðrum búnaði sem áætlaður er til afhendingar í lok þessa árs.   


electrical cabinets.jpgHeildarlausn frá Naust Marine inniheldur

ATW Togvindustjórnun 
3x Togvindur 
4x Netavindur 
2x Kapalvindur 
10x Hjálparvindur 30/6 Ton 
1x Ankerisvinda  
2x Keðjustopparar 
3x landfestavindur  
ásamt rafmagnsskápum og öðrum þilfarsbúnaði