24.október 2023

Hafrannsóknaskipið fær nafn og verður sjósett í desember

Nýtt haf­rann­sókna­skip verður sjó­sett í skipa­smíðastöðinni Astilleros Armón í Vigo á Spáni 15. des­em­ber nk. Við sjó­setn­ingu mun skipið form­lega hljóta nafnið Þór­unn Þórðardótt­ir og fær það ein­kenn­is­staf­ina HF 300.

Skipið mun draga nafn sitt af Þór­unni Þórðardótt­ur sem var fyrsta ís­lenska kon­an með sér­fræðimennt­un í haf­rann­sókn­um og var m.a. frum­kvöðull í rann­sókn­um á frum­fram­leiðni smáþör­unga í haf­inu við Ísland, að því er seg­ir í til­kynn­ingu á vef Stjórnarráðsins.

Þá seg­ir, að stefnt sé að af­hend­ingu skips­ins til Íslend­inga í októ­ber 2024 og verði þá siglt til lands­ins.

Þór­unn Þórðardótt­ir HF 300 mun leysa af hólmi Bjarna Sæ­munds­son HF 30 sem hef­ur þjónað sem haf­rann­sókna­skip í 53 ár. Skipið er nær 70 m langt og um 13 m breitt og er hannað af Skipasýn.

Við hönnun skipsins hefur verið lögð áhersla á að spara orku og draga úr umhverfisáhrifum og notkun jarðefnaeldsneytis.

Naust Marine hefur í yfir 30 ár einblínt á umhverfisvænar lausnir sem stuðla að því að draga úr eldsneytisnotkun, lágmarka hávaða og titring sem leiðir til betri skilvirkni. Það er því mikill heiður fyrir Naust Marine að taka þátt í þessu verkefni en allar vindur og annar þilfarsbúnaður er rafdrifinn.

Meðal búnaðar frá Naust Marine

  • Togvindur
  • Gilsa- og grandaravindur
  • Rannsóknarvindur
  • Netavindur
  • Ankerisvindur ásamt öðrum hjálparvindum
  • Kranar, gálgar og blakkir ásamt stjórnbúnaði