03.maí 2024

Búnaður frá Naust Marine í nýtt skip á Nýja Sjálandi

Naust Marine samdi nýlega við skipasmíðastöðina Nodosa á Spáni um að afhenda heildarlausn á vindu- og stjórnbúnaði, í nýjan frystitogara sem nú er í smíðum. 

Frystitogarinn, sem fengið hefur nafnið Voyager, er 79m langur og 15,5m breiður. Nýsmíðin verður því stærsta skip í flota Talleys á Nýja Sjálandi. Áætlaður afhendingartími togarans er 2026. 

Við hönnun skipsins hefur verið lögð áhersla á að spara orku og draga úr umhverfisáhrifum. Það er því mikill heiður fyrir Naust Marine að taka þátt í þessu verkefni en allar vindur og annar þilfarsbúnaður er rafdrifinn.