21.ágúst 2024

Togarinn, Argos Berbés, fær búnað frá Naust Marine

Fyrr á þessu ári afhenti Naust Marine vindukerfi í togarann Argos Berbés. Í kerfinu eru 20 vindur, ATW Togvindustjórnkerfi ásamt öðrum þilfarsbúnaði. 

Skipið, sem er í eigu Orion Fishing Company, er 85 metrar að lengd og mun stunda veiðar á smokkfiski og öðrum fiski á fiskimiðum Falklandseyja. Skipið var sjósett í júní á þessu ári en áætlað er að togarinn fari á veiðar snemma árs 2025.

Verkefnið var unnið í nánu samstarfi við útgerðarfyrirtækið Armadora Pereira og tæknideild skipasmíðastöðvarinnar Nodosa.


Búnaður frá Naust Marine
ATW Togvindustjórnun, önnur stjórnun

2x Togvindur
1x Netavinda
4x Grandaravindur
2x Gilsavindur
2x Pokavindur
2x Koppavindur
2x Streðaravindur
1x Úthalaravinda
2x Ankerisvindur
4x Aukavindur
Vírastýri