Naust Marine hefur afhent fullbúið vindukerfi um borð í hollenska uppsjávarskipið Annie Hillina, sem er í eigu Parlevliet & Van der Plas.
Um borð í skipinu eru 23 vindur frá Naust Marine, ATW togvindustjórnkerfi ásamt öðrum þilfarsbúnaði.
Annie Hillina var sjósett í byrjun sumars en skipið kemur til með að stunda veiðar á Indlandshafi, Atlantshafi og Kyrrahafi, sem og undan ströndum Vestur-Afríku.