28.júní 2023

Frystitogarinn Maartje Theadora fær rafdrifið vírastýri frá Naust Marine

Naust Marine afhenti nýlega rafdrifið vírastýri ásamt stjórnbúnaði og snertiskjá til þýska frystitogarans Maartje Theadora. Togarinn, sem er 140 m. að lengd og 18 m á breidd er talinn vera einn sá stærsti í Evrópu.

Togarinn var smíðaður árið 2000, og hefur aðallega verið á uppsjávarveiðum en gerir út fyrir Westbank HochseeFischerei GmbH, sem er dótturfélag hollensku útgerðarinnar Parlevliet & Van der Plas B.V.

Rafdrifið vírastýri frá Naust Marine er góð viðbót við búnaðinn sem nú þegar er um borð, en vírastýrið tryggir rétta víraröðun, sem er lykilatriði til að auka líftíma stálvírs og hagkvæmni í rekstri.

Vírastýrið kemur sem sjálfstæð eining sem auðvelt er að aðlaga að búnaði sem nú þegar er um borð.
Rafdrifið vírastýri frá Naust Marine